Jason Momoa horfði á hákarlamyndbandið og segist aldrei hafa séð aðra eins grimmd

Auglýsing

Leikarinn Jason Momoa, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í Game of Thrones og Aquaman, gagnrýndi íslensku skipverjana sem skáru sporð af hákarli, á Instagram í gær. Momoa segist aldrei hafa séð slíka grimmd og deildi Facebook síðu einstaklinganna.

Sjá einnig: Skipverjarnir sem skáru sporð af hákarli reknir: „Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur“

„Það er glatað að sjá að þið eruð örugglega góðir menn, vinir og feður en þið gerðuð þetta. Líf ykkar mun breytast að eilífu, ég hef aldrei séð neitt svona grimmt. Hláturinn ykkar gerir mig brjálaðan, ég hef aldrei viljað meiða manneskju jafn mikið og þegar ég heyrði hláturinn ykkar og hvað þið sögðuð,“ skrifaði Momoa.

Skipverjarnir voru reknir af Bíldsey SH 65 fyrir dýraníðið og eiga von á stórri sekt eða fangelsisvist.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram