Jóhannes Haukur ræðir stóra breikið og Game of Thrones: „Ég bara titraði sko, þetta var geðveikt“

Auglýsing

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson var gestur í Hlaðvarpsþættinum Hoboville í vikunni. Konni Gotta, fyrrum meðlimur Áttunnar og uppistandarinn Arnór Daði, sjá um þáttinn en þeir ræddu meðal annars við Jóhannes Hauk um það þegar hann fékk hlutverk í Hollywood-myndinni Noah og í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

Sjá einnig: Jóhannes Haukur leikur vonda karlinn í nýrri ofurhetjumynd Vin Diesel

Jóhannes rifjar upp þegar hann fékk símtal og var boðið hlutverk í Noah, hann segir að það hafi verið bilað og hann hafi titrað eftir símtalið. Hann segir að hlutverk sitt þar hafi komið honum á kortið þó svo að þetta hafi varla verið hlutverk.

Eftir hlutverk hans í Game of Thrones hafi tækifærin svo margfaldast. Jóhannes segir að áður en hann hafi fengið hlutverkið hafi hann aldrei horft á þáttinn en konan hans hafi verið mikill aðdáandi. Þegar hann tilkynnti henni að hann hafi fengið hlutverk í þáttunum hafi hún misst andlitið.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá Jóhannes Hauk ræða Noah og Game of Thrones en þáttinn í heild sinni má finna hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram