Auglýsing

Jólin komin í Costco

Ágúst er hér um bil að enda og haustið á næsta leiti. Því er tilvalið að byrja að huga að jólunum. Í stórversluninni Costco eru starfsmenn að minnsta kosti byrjaðir að huga að jólunum en á laugardag byrjaði verslunin að selja jólaskraut og annan jólatengdan varning að því er kemur fram í frétt á vef Mbl.

Brett Vig­elskas, talsmaður Costco á Íslandi, segir vanalegt að sala á jólaskrauti hefjist í búðum Costco um þetta leyti en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Hann segist ekki hafa orðið var við neikvæð viðbrögð viðskiptavina vegna skrautsins. „Hver ætti svo sem að reiðast yfir jólunum?“

Alvanalegt sé í mörgum búðum að taka jólaskrautið upp svona snemma og það er fastur liður hjá Costco.

„Við erum jafnframt að reyna að ná forskoti á aðra með því að byrja svo snemma.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing