Auglýsing

Justin Bieber féllst á aukatónleika

Aukatónleikar verða með Justin Bieber 8. september – degi á undan áður auglýstum tónleikum. Miðasala hefst 8. janúar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson segir í samtali við RÚV að samningar hafi klárast í nótt. „Og við fengum leyfi til að tilkynna þetta strax,“ segir hann.

Það er uppselt á tónleikaferðina um allan heim. Þeir eru spenntir fyrir því að koma til Íslands og það var vilji af þeirra hálfu til að leysa málið.

Miðar á tónleikana 9. september seldust upp á skömmum tíma. 19 þúsund miðar eru í boði á hvora tónleika.

„Þegar við sáum hvað gerðist í almennu sölunni á fyrri tónleikana og hversu margir þurftu frá að hverfa var þetta strax sett af stað,“ segir Ísleifur á vef RÚV.

„Við töldum að einir tónleikar væru alveg nóg en nú bendir allt til þess að það verði tvennir tónleikar með 38 þúsund tónleikagestum.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing