Kári Egilson hlaut hvatningarverðlaun ASCAP – Lana Del Rey og Desmond Child á meðal verðlaunahafa

Píanóleikarinn efnilegi Kári Egilsson hlaut í gær hvatningarverðlaun ASCAP samtaka tónskálda í Bandaríkjunum. ASCAP verðlaunar árlega hóp útgefanda, lagahöfunda og tónlistarmanna. Kári hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt sem upprennandi tónskáld og lagahöfundur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Kári Egilsson er bæði sonur Egils Helgasonar og frábær tónlistarmaður – Sjáðu myndbandið
Á meðal annara sem hljóta verðlaun í ár eru tónlistarkonan Lana Del Rey og hinn sænski Max Martin sem hefur samið megnið af tónlist listamanna á borð við Backstreet Boys og Pink.

Verðlaunin sem Kári hlýtur eru hvatningarverðlaun sem veitt eru í nafni Desmond Child. Desmond Child hlaut ein stærstu verðlaunin á hátíðinni í ár fyrir langan og farsælan feril í tónlist en hann hefur samið lög fyrir Kiss, Bon Jovi, Aerosmith og Alice Cooper og fjölda annara.

Auglýsing

læk

Instagram