today-is-a-good-day

Karlakór Reykjavíkur tók stórskemmtilega útgáfu af HÚH-inu

Karlakór Reykjavíkur frumflutti nýja útgáfu af HÚH-inu í sjónvarpsþættinum Áfram Ísland sem var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Í þættinum er hitað upp fyrir HM í Rússlandi á skemmtilegan hátt.

Víkingaklappið, með tilheyrandi HÚH-i, varð heimsfrægt eftir magnaðan árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016.

Karlakór Reykjavíkur stóð sig með prýði og gaf Tólfunni, stuðningsmannasveit Íslands, ekkert eftir. Íslendingar hefja leik á HM í Rússlandi eftir 14 daga og þjóðin bíður spennt eftir því að flautað verði til leiks. Síðasti þátturinn af Áfram Ísland er á dagskrá RÚV klukkan 19:40 næsta föstudag.

Myndband af Karlakór Reykjavíkur að taka HÚH-ið má nálgast á vef RÚV með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram