Katrín Jakobsdóttir keypti fyrsta rótarskotið: „Góð leið til þess að styðja við mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, keypti í morgun fyrsta rótarskot björgunarsveitanna. Hún segir það vera góða leið til þess að styðja við mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.

Skjót­um rót­um er átak sem Lands­björg stend­ur að ásamt Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands. Einn græðling­ur eru gróður­sett­ur fyr­ir hvert rót­ar­skot sem keypt er. Vonast er til þess að átakið muni á næstu áratugum skila skógi sem mun heita Áramót, við Þorlákshafnarsand.

Sjá einnig: Stjörnu-Sævar hvetur fólk til þess að styrkja björgunarsveitir en sleppa flugeldum: „Mengun, hávaði, óþægindi fyrir fólk og dýr“

Mikil umræða hefur verið um mengun sem fylgir flugeldum undarin áramót. Katrín segir að Skjótum rótum átakið sé kærkomið en þetta er í fyrsta skipti sem björgunarsveitirnar bjóða upp á þennan möguleika. Með þessu er hægt að styrkja mikilvægt starf björgunarsveitanna og skógrækt, sem er eitt þeirra tækja sem nýtist til að berjast gegn loftslagsbreytingum.

Auglýsing

læk

Instagram