Katrín Tanja er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn

Crossfitkonan Katrín Tanja Davíðsdóttir er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins þénaði Kat´rin 4,447 milljónir króna á mánuði árið 2018.

Birkir Már Sævarsson, knattspyrnumaður, er næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn samkvæmt blaðinu en hann þénaði 2,905 milljónir á mánuði. Bardagakappinn Gunnar Nelson er þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga með 1,8 milljónir á mánuði.

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi aðila.

Auglýsing

læk

Instagram