Katrín Tanja fékk ekki að eiga skammbyssuna umdeildu

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari í CrossFit í gær, annað árið í röð. Sigurinn var glæsilegur og Katrín Tanja fékk rúmlega 35 milljónir króna í verðlaunafé.

Sjá einnig: Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum: „Þetta er fyrir þig“

Glock skammbyssa var einnig í verðlaun fyrir fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu. Sú ráðstöfun þótti afar umdeild og var harðlega gagnrýnd víða um heim.

Katrín fékk hins vegar ekki að eiga skammbyssuna. Þetta kemur fram á mbl.is. „Ég fékk ekki byss­una. Stelp­an sem var hæst í Am­er­íku fékk byss­una,“ seg­ir Katrín á mbl.is.

Byssan fell­ur því í hlut Kari Pe­arce sem hafnaði í fimmta sæti. Katrín seg­ir á mbl.is það ekki vera von­brigði þó byss­an sé ekki henn­ar.

Auglýsing

læk

Instagram