Konur eru líklegri til að deyja eða meiðast alvarlega í bílslysum heldur en karlar

Samkvæmt rannsóknum þá eru karlmenn líklegri til að lenda í bílslysi heldur en konur. En konur eru líklegri til að deyja og meiðast alvarlega í slíku slysi. Þegar konur lenda í bílslysi eru 17% meiri líkur á því að þær deyi og 47% meiri líkur á því að þær meiðist alvarlega. Bílar eru hannaðir til að bjarga og verja karlmannslíkamann en ekki kvenna.

Bílbelti og allt annað sem tengist öryggi í bílunum okkar er hannað til að bjarga lífi okkar þegar að alvarlegt slys á sér stað. Það er þó ekki hannað til að bjarga lífi allra þegar að málið er athugað, þeir eru hannaðir til að bjarga lífi karlmanns. bíla framleiðendur gera ekki ráð fyrir mismuninum sem er á kvenn- og karlmanns líkömum.

Konur eiga það til að sitja nær stýrinu þegar við keyrðum, vegna þess að við erum flestar með styttri fætur en karlmenn. Konur eru „out of position drivers“ sitjum ekki rétt við stýrið. Konur er einnig með færri vöðva í kringum hálsinn og efri líkama heldur en karlar. meðal konan er einnig léttari en meðal karlmaður og eru bílbelti og sæti ekki hönnuð til að grípa í þegar bílslys á sér stað.

Þegar öryggi bíla er prufað eru notaðar sérstakar dúkkur eða „dummies“  sem miðaðar eru við líkama meðal karlmanns. Dúkkurnar eru oftast 177 cm og 76 kíló sem er mikið meira en þyngd og hæð meðal konu. Aðstæðurnar eru sérstaklega hættulegar fyrir óléttar konur. Bílslys er ein af algengustu afleiðingum fósturláts. Við höfum ekki enn þá hannað belti sem að er öruggt fyrir óléttar konur.

Bílaframleiðendur gætu breytt til og gert bíla öruggari fyrir konur en hafa ákveðið að horfa í hina áttina. Konur eiga jafnan rétt og karlar fyrir að vera öruggar í sínum bílum.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram