Metnaðarfullur og heimilislegur hádegisverður á 108 Matur

108 Matur er veitingastaður í Fákafeni 9. Staðinn reka matreiðslumennirnir og matargötin Gunnar Davíð Chan og Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson, en þá hafði lengi dreymt um að opna góðan matsölustað þar sem hægt væri að fá ljúffengan og heiðarlegan heimilismat á sanngjörnu verði í hádeginu.

„Heimagert“ er alltaf betra

Við erum báðir menntaðir og reyndir matreiðslumenn og finnst gott að borða góðan mat. Hugmyndin er að vera með heimilismat sem er eldaður af alúð og metnaði. Við gerum því allan mat, meðlæti og sósur á staðnum sjálfir. Við berjum snitselið út sjálfir og pannerum, steikjum fiskibollurnar sem eru gerðar eftir okkar uppskrift og í meðlæti gerum við. m.a súrar gúrkur og búum til okkar eigin rauðkál. Hér er ekkert dósameðlæti eða pakkamús,“  segir Baldur.

Matseðillinn á 108 Mat er síbreytilegur og hugmyndin var alltaf sú að elda mat sem þeim félögum þótti báðum gott að borða.

„Við viljum leika okkur með matseðilinn þannig að það sé alltaf eitthvað nýtt og spennandi, bæði fyrir kúnnann en líka fyrir okkur. Okkur finnst meðlætið skipta miklu máli líka og höfum við verið að leika okkur þar, við höfum verið að grilla lauk, hvítkál og toppkál, langtíma elda gulrætur, baka rófu o.s.f.r.v. Það eru tveir fastir réttir á hádegisseðlinum sem hafa verið þar frá upphafi. Það eru fiskibollur og snitselið. Við reyndum einu sinni að skipta út fiskibollunum en þurftum að setja þær strax aftur á seðilinn vegna eftirspurnar. Annars skiptum við hinum réttunum út vikulega.“

 108 Matur er einnig með fyrirtækjaþjónustu og sendir þá hádegisverð í fyrirtæki

„Einnig erum við með fyrirtæki á föstum samning þar sem starfsmenn koma á staðinn og borða hjá okkur. Þetta hefur vakið mikla lukku hjá starfsmönnunum enda er góður hádegisverður gulli betri. Ef fyrirtæki hafa áhuga á að kynna sér þetta þá bara endilega hafa samband við okkur. Í fyrirtækjaþjónustunni er alltaf einn réttur dagsins en alltaf val um að fá snitsel, fiskibollur eða kjúklingasalat fyrir allan hópinn eða hluta þ.e.a.s. blanda með rétti dagsins. Það er orðið vinsælt t.d að panta fiskibollur á mánudögum,“ segja þeir félagar.

Matseðill fyrir fyrirtækjaþjónustuna kemur á heimasíðuna https://www.108matur.is/fyrirtaekjathjonusta/  á miðvikudögum fyrir komandi viku.

 Hvað er í matinn hjá þér?

Heitur matur í hádeginu stendur frá 11:30-14:00. Hann samanstendur af 5 réttum og er alltaf birtur á 108matur.is . „Þetta er eins og hálfgert hlaðborð en þó eins og að koma í sunnudagslæri til mömmu.“

Auglýsing

læk

Instagram