Leiðir að notalegra svefnherbergi

Við verjum stórum hluta sólarhringsins í svefnherberginu, sofum þar en lesum líka og klæðum okkur. Svefnherbergið ætti að vera hlýlegt og okkur að líða vel þar.

Hvaða litatóna sem við veljum þá er alltaf gaman að nostra svolítið við svefnherbergið, það má t.d. skipta út púðum og ljósum og gera það þannig eins og nýtt.

Lengri umfjöllun má finna á áskriftarvef Birtíngs.

Rúmteppi frá Delia, handsaumuð úr silki að ofanverðu en bómull undir sem gerir þau einstaklega falleg og hægt að nota þau á fleiri en einn máta, 160 x 240 cm. Seimei, 65.000 kr.

Mynd-4-heima-11-tbl
Flowerpot-lampinn er sígildur. Fæst í mörgum litum, Epal, verð frá 26.900 kr.

Mynd-5-heima-11
SKAGERAK-spegill, fæst líka með svörtum ramma, Epal, 65.500 kr.

Mynd-7-1
Chérie chérie off white-loftljósin eru fallega hönnuð og gerð í Frakklandi en ramminn er úr kopar. Þau eru gegnsæ og gefa hlýlega birtu. Koma í nokkrum stærðum frá 40 cm. Íslensk heimili, 54.900 kr.

Höfum nóg af púðum og blöndum þeim saman, litum og mynstrum. Þessir eru frá Artwood sem framleiðir mjög vandaða og fallega púða og fást í Seimei.

Umsjón: Ragnheiður Linnet
Myndir: Aðsendar

Auglýsing

læk

Instagram