Mikill meirihluti ökumanna notar síma undir stýri þótt þeir viti að það sé hættulegt: „Þetta eru vondar niðurstöður“

Auglýsing

90% íslenskra ökumanna undir 45 ára aldri nota síma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að sektir fyrir símanotkun við akstur hafi nýlega hækkað verulega. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Zenter vann fyrir Sjóvá.

Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir ljóst að við þurfum að taka okkur á og leggja símanum við akstur í eitt skipti fyrir öll. Sjóvá er nú í herferð gegn símanotkun undir stýri og hér fyrir ofan má sjá fyrstu auglýsinguna í herferðinni. Myndbandið má sjá hér að ofan.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar talar nær helmingur ökumanna í símann ólöglega undir stýri og yfir þriðjungur sendir eða les skilaboð. Karlotta  segir þessar tölur sláandi. „Þetta eru mjög vondar niðurstöður og ljóst að umferðaröryggi er ógnað með þessari þróun.“

Á sama tíma töldu nær allir þátttakendur í rannsókninni það hættulegt að nota símann undir stýri en það virðist því miður ekki hafa áhrif á hegðun þeirra. „Það er mikilvægt að ökumenn átti sig á að þetta er ekki þeirra einkamál, þetta hefur ekki bara áhrif á þeirra öryggi heldur allra annarra í umferðinni líka,“ segir Karlotta.

Meirihluti svarenda vissi að sektarfjárhæðir fyrir símnotkun hefðu nýlega verið hækkaðar verulega en það virðist því miður ekki hafa nægilegan fælingarmátt ennþá.

Auglýsing

Ef allir sem tala í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar myndu fá eina sekt á ári fyrir athæfið yrði heildarupphæð sektanna 4,3 milljarðar.

„Það telst vítavert gáleysi að nota síma við akstur og því hafa tryggingafélög skert eða fellt niður bætur og jafnvel gert endurkröfu á ökumenn þar sem sýnt hefur verið fram á að símnotkun hafi ollið umferðarslysi. Notkun farsíma undir stýri er því ekki bara stórhættuleg heldur getur hún leitt af sér verulegt fjárhagslegt tjón fyrir ökumann ef slys verður,“ segir Karlotta.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram