Kynningarverkefni á vegum Íslandsstofu telur að Ólafur Ragnar Grímsson sé enn þá forseti Íslands

Kynningarverkefnið Iceland Naturally telur að Ólafur Ragnar Grímsson sé enn þá forseti Íslands. Twitter-aðgangur verkefnisins birti tíst um Reykjavíkurmaraþonið í kvöld þar sem kom fram að „president Grímsson“, eða Grímsson forseti, hafi náð góðum tíma.

https://twitter.com/IcelandNatural/status/769973582961205253

Iceland Naturally er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku. Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta Utanríkisráðuneytisins í Norður Ameríku stýra verkefninu.

Auk Íslandsstofu eru Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónið, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Forsætisráðuneytið aðilar að samningnum.

Auglýsing

læk

Instagram