Lemon opnar í skemmtilegu hverfi í París í vor, undirbúningur staðið yfir í tvö ár

Auglýsing

Veitingastaðurinn Lemon opnar í París í Frakklandi í 1. mars. Þetta er fyrsti Lemon-staðurinn sem opnar erlendis en undirbúningur hefur staðið yfir í tvö ár.

Lemon opnar á 43 Rue des Petits Carreaux – í 2. hverfi en Eva Gunnarsdóttir ekur staðinn með sérleyfi frá Lemon á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að Eva og fjölskylda hennar ætli að eiga og reka Lemon í París og að þau hafi viljað vera í góðu hverfi með mikilli umferð af fólki.

Húsnæði Lemon í París er rétt fyrir ofan Rue Montorgueil, sem er fræg göngugata í París. Það eru bara veitingastaðir á þessu svæði og hverfið sérlega viðburðarríkt.

Þá kemur fram að hverfið sé að breytast mjög hratt. „[Það] verður gaman að fylgjast með viðtökum Frakka við íslensku samlokunni og djúsnum!“

Undirbúningur Lemon í öðrum löndum er kominn langt á veg, samkvæmt tilkynningunni. Með þessari opnun í París verða Lemon-staðirnir orðnir fimm. Hér heima er Lemon á Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56, Hjallahrauni 13 Hafnarfirði og Hafnargötu 29, Reykjanesbæ, sem er fyrsti sérleyfisstaðurinn.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram