Auglýsing

Lífeyrissjóðirnir viðurkenna óvissu vegna eldsumbrota í Svartsengi í ársreikningi: Töpuðu tæpum hálfum milljarði í fyrra

Blávarmi slhf. sem heldur utan um eignarhlut fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins í Bláa Lóninu, tapaði 433 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins sem Nútíminn hefur undir höndum. Í umræddum ársreikningi koma fram að minnsta kosti einhver svör við þeim spurningum sem Nútíminn hefur reynt að leita svara við hjá Blávarma og stjórnarformanni félagsins, Soffíu Gunnarsdóttur, en ekki haft erindi sem erfiði.

Hlutlaus og óháður sérfræðingur? Lesendur Nútímans verða að mynda sér skoðun á því en tengingar Arctica Finance hf. við lífeyrissjóðina er hægt að finna með einföldu „gúgli.“

Samkvæmt ársreikningi félagsins hafa fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins fjárfest fyrir tæpar tuttugu og fimm þúsund milljónir króna í Bláa Lóns-samstæðunni. Samkvæmt þeim fjármálasérfræðingum sem Nútíminn hefur rætt við þýðir það einfaldlega að einhverjir lífeyrissjóðir gætu þurft að skerða lífeyrisréttindi sinna sjóðsfélaga ef til þess kæmi að Bláa Lóninu yrði lokað til frambúðar. Líkt og Nútíminn greindi frá þá telur eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson að erfitt gæti reynst að verna Bláa Lónið ef til nýs goss kæmi á svæðinu við Svartsengi.

Í svörum Soffíu Gunnarsdóttur, stjórnarformanns félagsins, til sjóðfélaga sem krafðist svara vegna fjárfestinga félagsins mátti skynja ansi mikla bjartsýni varðandi framtíðarhorfur Bláa Lónsins.

Stjórnarformaður Blávarma kýs að svara ekki lykilspurningum: „Þeim var fyllilega ljós áhætta fjárfestingarinnar“

„Óháði sérfræðingurinn“ fengið milljónir frá lífeyrissjóðunum

„Fenginn var óháður sérfræðingur til að vinna verðmat á félaginu í aðdraganda kaupanna sem studdi við ákvörðun um kaup,“ skrifaði Soffía til sjóðfélagans en þessi „óháði sérfræðingur“ er verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hf. – hversu óháður sá aðili er verður látið liggja á milli hluta. Í bili að minnsta kosti.

„Fyrirætlanir Bláa Lónsins hf. á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hafa tafist frá upphaflegum áætlunum, ekki síst vegna óvissu sem fylgt hefur eldsumbrotum á Reykjanesi.“

Þó verður að halda því til haga að Arctica Finance hf. á í töluverðum viðskiptum við íslensku lífeyrissjóðina og hefur af þeim sökum fengið gríðarlega háar greiðslur fyrir „fjármálaráðgjöf“ í hinum ýmsu verkefnum. Eitt af þessum verkefnum eru til að mynda kaup íslensku lífeyrissjóðanna á Heimstaden á Íslandi – fasteignafélagi sem er með um 1.600 íbúðir í langtímaleigu hér á landi. Þá er verðbréfafyrirtækið einnig ráðgjafi lífeyrissjóðanna vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna gamla Íbúðarlánasjóðs sem nú gengur undir nafninu ÍL-sjóður.

Hlutlaus og óháður sérfræðingur? Lesendur Nútímans verða að mynda sér skoðun á því en tengingar Arctica Finance hf. við lífeyrissjóðina er hægt að finna með einföldu „gúgli.“

Eldfjallasérfræðingur segir að erfitt muni reynast að vernda Bláa lónið í nýju gosi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir segja hlutabréfin verðmætari nú en áður

Viðurkenna óvissuna

Það sem stjórnarformaður Blávarma hefur aldrei fengist til að viðurkenna er sú mikla óvissa sem ríkir um rekstur Bláa Lónsins í ljósi eldsumbrota á Reykjanesinu. Bjartsýnin sem skein í gegnum svör Soffíu til umrædds sjóðsfélaga helst ekki í hendur við þær upplýsingar sem fram koma í ársreikningi félagsins því þar stendur orðrétt:

Þetta er einfalt reikningsdæmi. Það þýðir að NTÍ þarf auka innspýtingu upp á 37 milljarða. Það verður ekki gert öðruvísi en með lántöku íslenska ríkisins.

„Fyrirætlanir Bláa Lónsins hf. á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hafa tafist frá upphaflegum áætlunum, ekki síst vegna óvissu sem fylgt hefur eldsumbrotum á Reykjanesi.“

Þá segir enn fremur:

„Eitt af dótturfélögum Bláa Lónsins, Eldvörp ehf., á allar fasteignirnar í Svartsengi sem eru nýttar innan samstæðu Bláa Lónsins. Þessar eignir eru tryggðar hefðbundnum tryggingum og hvílir því bótaskylda á Náttúruhamfaratryggingum Íslands ef kemur til tjóns vegna náttúruhamfara. Vátryggingarverðmæti eignanna nemur um 159,7 milljónum EUR.“

Ríkið þyrfti að taka hátt lán

Það þykir ljóst að þessi upphæð, 159,7 milljónir evra, er ekki til í sjóðum Náttúruhamfaratryggingasjóðs (NTÍ). Það er staðreynd. Morgunblaðið greindi frá því í janúar að NTÍ væri með 57 milljarða í sjóðum sínum. Í viðtali við Heimildina í sama mánuði kom fram í svörum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur að heildarpakkinn – bara til að bjarga íbúðarhúsnæði í Grindavík, nemi 70 milljörðum króna.

Ef fasteignir Bláa Lónsins fara að hluta til undir hraun og NTÍ þarf að standa við bótaskyldu sína gagnvart Bláa Lóninu þá eru það bara eitt og sér tæpir 24 milljarðar. Það gera 94 milljarða íslenskra króna sem NTÍ þarf þá að greiða. Þetta er einfalt reikningsdæmi. Það þýðir að NTÍ þarf auka innspýtingu upp á 37 milljarða. Það verður ekki gert öðruvísi en með lántöku íslenska ríkisins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing