Lögin af plötu Jóa P og Króla raða sér í átta efstu sætin á Spotify: „Vissi ekki að þetta væri hægt!“

Auglýsing

Lögin af plötunni GerviGlingur með Króla og Jóa P hafa raðað sér í átta efstu sætin á listanum yfir mest spiluðu lögin á Spotify á Íslandi. Á listanum eru tekin saman mest spiliði lögin á Íslandi þessa stundina og er hann uppfærður daglega.

Sjá einnig: JóiPé og KRÓLI eiga heitasta lag landsins og senda frá sér plötu: „Okkur þykir vænt um þessa plötu“

Króli og Jói P slógu í gegn í byrjun vikunnar með laginu B.O.B.A og sendu svo í gær frá sér plötuna GerviGlingur. Lögin falla greinilega vel í kramið hjá tónlistarunnendum sem hafa hlustað á þau í tugi þúsunda skipta.

Hér má sjá listann eins og hann lítur út í dag

Og Króli er ánægður með þetta

Auglýsing

Kristinn Óli Haraldsson eða Króli eins og hann kallar sig sagði í samtali við Nútímann í vikunni að gríðarleg vinna hafi farið í gerð plötunnar. Okkur þykir vænt um þessa plötu. Það fór massívur tími og massív orka í að gera hana,“ sagði hann.

Sjáðu myndbandið við B.O.B.A í spilaranum hér fyrir ofan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram