Auglýsing

Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni að því þegar þrettán ára stúlka varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í tilkynningu kemur fram að slysið varð á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla klukkan 08:27 umræddan morgun.

Jafnframt óskar lögregla eftir því að þeir einstaklingar sem komu ökumanni og hinum slasaða til aðstoðar á vettvangi seti sig í samband við lögregluna. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing