Manúela Ósk svarar virkum í athugasemdum: „Hvar er kærleikurinn og virðingin?“

Samfélagsmiðlastjarnan Manúela Ósk Harðardóttir komst í fréttirnar í dag þegar hún biðlaði til fylgjenda sinna að setja like við þær myndir sem hún setur inn og sýna stuðning við efni hennar í stað þess að fylgjast bara með. Svo virðist sem ekki allir hafi verið sáttir með ummæli Manúelu en virkir í athugasemdum hafa verið duglegir að láta hana heyra það í dag og hafa margir farið yfir strikið. Manuela svaraði fyrir sig á Instagram.

Sjá einnig: Manúela „skammar“ fylgjendur sína fyrir skort á „lækum“ á Instagram: „Þetta er svo shitty“

„Það er ótrúlegt að lesa þetta – komandi frá fullorðnum einstaklingum,“ skrifaði Manúela og bætti við að hún hafi ekki beðið um að þessar pælingar hennar færu í fjölmiðla. Hún sé komin með upp í kok af svona drulli yfir sig opinberlega, það særi ekki bara hana heldur líka hennar nánustu.

„Enginn á svona skilið. Enginn! Hvar er kærleikurinn og virðingin? Mér er sama hvað fólki finnst um mig (virkilega) en að finna sig knúið að eyða tíma úr degi sínum og setjast við tölvu til að lítillækka manneskju sem það þekkir ekki neitt?? Nei. Ekki Smart.“

Manúela deildi svo nokkrum athugasemdum, við frétt á vef DV, sem má sjá á myndinni hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram