Margot Robbie, Leonardi DiCaprio og Brad Pitt trufluðu Jimmy Kimmel á leið sinni á frumsýningu Once Upon on a Time in Hollywood

Gestir í sal í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum fengu heldur betur óvænt gleðitíðindi í upphafi þáttarins í gær. Í opnunarræðu Kimmel trufluðu stjörnurnar úr myndinni Once Upon A Time In Hollywood hann á leið sinni á frumsýningu myndarinnar. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Margot Robbie, Brad Pitt og Leonardi DiCaprio löbbuðu öll beint yfir sviðið. Robbie og Pitt löbbuðu beint í gegn en DiCaprio stoppaði stutt við og tilkynnti gestum að þeim væri öllum boðið á frumsýningu myndarinnar við mikil fagnaðarlæti.

Þau komu öll aftur stuttu síðar og ræddu myndina ásamt Quentin Tarantino leikstjóra.

Sjáðu myndböndin

Auglýsing

læk

Instagram