McDonalds ekki með nein áform um að opna á Íslandi aftur

Hamborgarakeðjan McDonald’s er ekki á leið til Íslands á næstunni. Vangaveltur fóru af stað um hvort staðurinn væri væntanlegur til landsins á nýjan leik eftir að blaðamaður New York Post hélt því fram í umfjöllun um Ísland. Talsmaður fyrirtækisins í Bretlandi hefur nú tekið fyrir að svo sé. Þetta kemur fram á Vísi.

Vísir sendi fyrirspurn á McDonalds vegna málsins og í svarinu kom fram að engin áform séu um opnun staðar á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð.

„Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald’s. Hamborgarastaðurinn vinsæli hefur ekki verið á Íslandi síðan síðasta staðnum var lokað árið 2009.

Auglýsing

læk

Instagram