today-is-a-good-day

Rannsókn sýnir að franskarnar á McDonalds gætu læknað skalla!

Í furðulegri framvindu mála í heimi vísinda hefur komið í ljós að frönskur á McDonalds gætu læknað skalla.

Já þið lásuð það rétt!

Með því að nota stofnfrumur úr mönnum þá náðu japanskir vísindamenn að rækta mannahár á músum á nokkrum vikum á tilraunastofu.

Það kemur í ljós að lykillinn að því er efnið dimethylpolysiloxane, en það er sama efnið og finnst í McDonalds frönskum – og er notaði í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að olían verði að froðu.

Prófessor Junji Fukuda í Yokohama National University, sagði: „Lykillinn að fjöldaframleiðslu HFG var val á hvarfefni fyrir ræktunarberann. Við notuðum oxað gegndræpa dimethylpolysiloxane (PDMS) í botninum og það virkaði mjög vel. Þannig náðum við að rækta hár.“

Þar hafið þið það. Nú er bara spurning hvort maður hámi ekki í sig McDonalds franskar til að fá hárið aftur. Og velti fyrir sér hvort maður vilji vera með skalla og mjór – eða með hár og feitur.

Auglýsing

læk

Instagram