Megan Rapinoe segir Trump til syndanna

Megan Rapinoe, fyrirliði Bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, sendi Donald Trump ákveðin og hárbeitt skilaboð í viðtali sem tekið var við hana á CNN í gærkvöldi.

Í viðtalinu er hún innt eftir því hvaða skilaboðum hún myndi vilja koma til forseta landsins skyldi hann sjá viðtalið. Rapinoe horfir beint í myndavélina á meðan hún segir hann, með stefnu sinni, útiloka stóran hóp Bandaríkjamanna. Hún segir hann útiloka hana sjálfa og fólk sem lítur út eins og hún; að hann útiloki litað fólk og hann útiloki fólk sem mögulega myndi styðja hann.

Sjá einnig: Bandaríkjamenn höfðu meiri áhuga á heimsmeistaramóti kvenna en karla

Rapinoe minnir á að það tímabil í bandarískri sögu sem hann horfir til með slagorðum sínum „gerum Ameríku frábæra aftur“ (e. Make America great again) hafi ekki verið frábært fyrir stóran hluta fólks, þó það hafi verið það fyrir einhverja. Hún segir það ábyrgð allra, og í mun meiri mæli hans ábyrgð, að bæta líf alls fólks og hann þyrfti einfaldlega að gera mun betur.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram