Meira en milljón úthlutað úr nýstofnuðum minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar

Föstudaginn 12.júlí síðastliðinn var úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Sjóðurinn var settur á stofn í júnímánuði af fjölskyldu og vinum Baldvins sem lést þann 31.maí síðastliðinn eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Þetta kemur fram á vef Kaffið.is.

Sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga, félög eða hópa á sviði íþrótta- og mannúðarmála sem er í anda Baldvins. Þremur styrkjum var úthlutað og var heildarupphæð styrkjanna 1,2 milljónir króna. Félögin sem hlutu styrk voru Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri, Kraftur og DM félag Íslands.

Sem fyrr segir er þetta fyrsta úthlutun úr sjóðnum en stefnt er að því að hafa tvær úthlutanir á ári frá og með janúar 2020.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn er bent á reikingsupplýsingar hér að neðan.
Reikningsnúmer: 565-14-603603
Kennitala: 670619-0950

Facebook síða Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar

Auglýsing

læk

Instagram