Michael Bublé ræddi veikindi sonar síns í bílakarókí hjá James Corden: „Við tókum bara einn dag í einu“

Kanadíski söngvarinn Michael Bublé var mættur í bílakarókí hjá spjallþáttastjórnandanum James Corden í vikunni. Michael Bublé opnaði sig meðal annars um veikindi sonar síns sem greindist með krabbamein aðeins þriggja ára gamall fyrir tveimur árum. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sonur Michael Bublé, Noah, er á batavegi og eru læknar bjartsýnir á framhaldið. Bublé segir að líf hans hafi hrunið þegar veikindin komu upp.

„Við tókum bara einn dag í einu. Ég varð að vera sterkur fyrir konuna mína,“ sagði Bublé sem átti erfitt með að tala um veikindi sonar síns. Hann segir Noah vera sína ofurhetju.

Bublé og Corden skemmtu sér annars vel á rúntinum en ásamt því að syngja öll helstu lög söngvarans pöntuðu þeir sér meðal annars kaffi sem þeir borguðu ekki fyrir og þá kíkti faðir Corden í bílinn með saxófón.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram