Mið-Ísland hélt uppistand fyrir landsliðið: „Ef ég hefði verið beðinn að smyrja samlokur fyrir strákana þá hefði ég mætt”

Uppistandshópurinn Mið-Ísland hélt óvænt uppistand fyrir íslenska landsliðið í Rússlandi í vikunni. Þeir fengu það verkefni frá KSÍ og Vodafone að koma strákunum á óvart og skemmta þeim. Vodafone sendi í gær frá sér myndband þar sem má sjá svipmyndir frá uppistandinu. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Mið-Ísland hópurinn var svo sannarlega til í verkefnið en Bergur Ebbi Benediktsson einn meðlimur Mið-Ísland segir í myndbandinu að ef KSÍ hefði beðið hann að koma með til Rússlands að smyrja samlokur hefði hann tekið því.

Sjá einnig: Dóri DNA veðjar 800 evrum á leik Íslands og Argentínu: „Fer í Louis Vuitton og kaupi mér eitthvað fallegt”

Halldór Halldórsson eða Dóri DNA segir að hann sé „Die Hard” aðdáandi liðsins og að hann horfi á EM og HM eins og hann horfi í augun á konunni sinni þegar hann vaknar á morgnanna.

Strákarnir okkar virtust ánægðir þegar þeir Björn Bragi, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð mættu á svæðið en eins og sjá má á myndbandinu skemmtu þeir sér vel.

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram