Auglýsing

Miley Cyrus setti þekkt jólalag í feminískan búning

Bandaríska söngkonan Miley Cyrus var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon í vikunni. Hún flutti þar jólalagið „Santa Baby“ í nýjum og feminískari stíl þar sem henni fannst gamla útgáfan orðin úrelt. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Miley fannst óþarfi að biðja jólasveininn um snekkjur, bíl og fleira þar sem hún gæti alveg keypt sér slíkt sjálf, þrátt fyrir að vera kona. Það sem hún vildi frá jólasveininum voru jafnrétti kynjanna og virðing.

„Það væri fábært að geta verið viss um það að fáfróð fífl muni ekki klípa mig í rassinn í vinnunni,“ syngur Miley meðal annars.

https://youtu.be/rPdXgCq_Rlg

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing