Móðir barns með Downs-heilkenni gagnrýnir handritshöfundar Ófærðar: „Hélt við værum komin lengra en þetta“

Sandra Björg Steingrímsdóttir, móðir barns með Downs-heilkenni gagnrýnir handritshöfundar Ófærðar í færslu sem hún skrifar á Facebook í dag. Í færslunni sem sjá má hér að neðan segist Sandra hafa orðið kjaftstopp eftir að hún heyrði setninguna: „Hann er korter í Downs.“

Þið valdið miklum vonbrigðum. Í þætti 4 sem sýndur var á RÚV í gær heyrði ég setningu sem gerði mig kjaftstopp. „Hann er korter í Downs” – sögð í niðrandi tilgangi um manneskju. Af öllum öðrum setningum sem höfðu getað verið sagðar þá fannst ykkur þessi vera mest viðeigandi?!?,“ skrifar Sandra í færslu sem vakið hefur mikla athygli.

Færsla Söndru

Kæru handritshöfundar Ófærðar! Þið valdið miklum vonbrigðum. Í þætti 4 sem sýndur var á RÚV í gær heyrði ég setningu…

Posted by Sandra Björg Steingrímsdóttir on Mánudagur, 14. janúar 2019

Sjáðu umrætt atriði hér að neðan

Er að horfa á Ófærð og er orðlaus og sár!!!!!! Þar kemur fram að ,,Skúli er korter í Downs”. Í alvöru, hvað þýðir þetta? Fyrir nokkrum árum þótti einhverjum þetta voðalega fyndið því þetta kom fram í Næturvaktinni og voru unglingarnir fljótir að tileinka sér þennan orðaforða. Ég hélt í alvöru að við værum komin aðeins lengra………..?. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þýðir að vera korter í Downs? Ég veit það ekki en ég veit hvað Downs heilkenni er.

Posted by Unnur Helga Óttarsdóttir on Sunnudagur, 13. janúar 2019

Auglýsing

læk

Instagram