MULAN trailer kominn út, en hvar er drekinn Mushu og Li Shang?

Auglýsing

 

Disney hefur undan farið unnið að því að breyta gömlum teiknimyndum eins og Aladdin og Lion King í bíómyndir. Myndin Mulan þar Yifei Liu er í aðalhlutverki mun koma út á næsta ári en trailer sögunnar um hugrökku stelpuna sem bjargaði Kína er ný kominn út! hægt er að sjá trailerinn hér

Aðdáendur teiknimyndarinnar (1998) og framhalds myndarinnar Mulan 2 (2004) hafa tekið eftir örlitlum breytingum á nýju myndinni. Rauði drekinn Mushu sem spilaði lykilhlutverk í báðum fyrri myndum Mulan er hvergi sjáanlegur í Trailer nýju Mulan myndarinnar né inn á Imdb síðu hennar. Inná Imdb síðu myndarinnar má sjá að enginn karakter er skráður undir nafninu Muchu og heldur ekki sem Kapteinn Li Shang. Li Shang maðurinn sem Mulan átti í ástarsambandi við mun heldur ekki koma við söguna heldur mun nýr maður koma í hans stað hann Chen Honghui sem leikinn er af  Yoson An. 

Söguþráður nýju Mulan myndarinnar er því óljós þar sem hlutverk Mushu og Li Shang voru það stór að erfitt er að halda söguþráðinum eins og hann var án þeirra. Áhugavert verður að sjá hver útkoman verður þar sem framleiðendur Mulan hafa tilkynnt að engin lög verða í myndinni og að hún eigi ekki að vera söngleikja “gaman” eins og svo margar Disney myndir eru heldur mynd sem sýnir merkilegan kvennhermann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram