Munurinn á Ófærð í gær og í kvöld varla sjáanlegur, framvindan sú sama í útgáfunum tveimur

Áhorfendur sem búast við að sjá mikinn mun á Ófærðarþætti kvöldsins og þeim sem var sýndur í gær munu grípa í tómt, samkvæmt heimildum Nútímans. Nær enginn munur er á þættinum sem fór í loftið fyrir mistök og lokaútgáfunni.

Sjá einnig: RÚV sýndi vitlausa útgáfu af Ófærð: „Við hörmum það mjög“

Eins og Nútíminn greindi frá í dag var vitlaus þáttur af Ófærð sýndur á RÚV í gærkvöldi vegna mistaka hjá tæknisviði RÚV. Sú útgáfa sem sýnd var í gær er örlítið frábrugðin endanlegri útgáfu af sjöunda þætti.

Heimildir Nútímans herma að munurinn á útgáfunum af þættinum sé varla sjáanlegur og að framvindan í kvöld sé sú sama og í gær, ásamt efnistökum. Þannig að þau sem bjuggust við að sjá þyrluna lokaða í kvöld verða fyrir vonbrigðum.

Einhver munur verður þó á útgáfunum tveimur sem glöggir áhorfendur gætu tekið eftir. Heimildir Nútímans herma að um sé að ræða örstutt brot sem hafa lítið að segja um framvindu þáttanna.

Rétt útgáfa þáttarins verður sýnd í kvöld klukkan 23.15 og á fimmtudagskvöld klukkan 23.05. Þá verður ný útgáfa aðgengileg í Sarpinum og í gegnum VOD-þjónustu Vodafone og Símans.

Auglýsing

læk

Instagram