Auglýsing

Myndband af ferðamanni sem gisti í Bláa lóninu þegar það byrjaði að gjósa: „Can you hear that?“

Um það bil hundrað ferðamenn voru vaktir í skyndi á fimmtudaginn þegar sjötta eldgosið á þremur árum hófst á Reykjanesskaganum. Einn af þeim var breski ferðamaðurinn Tim sem er duglegur að leyfa fólki að fylgjast með ferðum sínum á myndskeiðavefnum YouTube. Þar er hann líka vinsæll en Tim er með yfir 330 þúsund áskrifendur að efninu sínu á rásinni „Walk With Me Tim.“

Hann var að sjálfsögðu með upptökuna í gangi þegar hann var vakinn um klukkan sex um morguninn af lögreglu og beðinn um að yfirgefa hótelið í skyndi. Myndskeiðið er það fyrsta sem birtist frá Bláa lóninu sem var tekið upp þennan örlagaríka morgun en tæplega tvö hundruð þúsund manns hafa horft á það á YouTube.

Á myndskeiðinu má til að mynda heyra í þeim sírenum sem komið var fyrir á svæðinu og fengu að hljóma í fyrsta skiptið umræddan morgun. Fyrir þá sem eru óþolinmóðir og vilja sjá og heyra lætin geta spólað að 19:54 í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing