Myndband af norskri konu að opna poka með ísmolum slær í gegn á netinu

Auglýsing

Myndband sem norska konan Marit Dahl Sivertsen hlóð upp á Facebook síðu sína í byrjun vikunnar hefur slegið í gegn á netinu. Á myndbandinu, sem má sjá neðst í færslunni, má sjá Marit ná ísmolum úr svokölluðum ísmolapoka á afar einfaldan hátt.

Myndbandið birtist á mánudaginn og er nú komið með rúma eina og hálfa milljón í áhorf. Marit segir að hún hafi eytt 40 árum af ævi sinni í að opna slíka poka á rangan hátt.

„Í alvöru… Hversu margir vissu þetta?” skrifaði hún á Facebook.

Marit segir að hún hafi vanið sig á að þrýsta einum mola úr pokanum í einu líkt og margir aðrir en í þetta skipti hafi hún ákveðið að líta á leiðbeiningarnar og það borgaði sig heldur betur.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram