Myndband: Gunnar Nelson meiddist á æfingu á vegum UFC: „Miður mín að geta ekki barist“

Gunnar Nelson sneri á sér ökklann með þeim afleiðingum að hann mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast 19. nóvember. Gunnar segir að það hafi tekið hann lengri tíma að jafna sig en hann átti von á.

„Ég er miður mín að geta ekki barist í Belfast,“ segir Gunnar en hann fjallar um málið á Instagram-síðu sinni. Hann segir að kaldhæðnislega hafi hann meitt sig á opinni æfingu á vegum UFC. Æfingin var í beinni útsendingu á Facebook og Gunnar bendir fólki á að það getur séð þegar hann meiðir sig. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Fyrst var Gunnar ekki viss um hversu alvarleg meiðslin voru svo hann ákvað að halda sínu striki í bardaganum. Hann sagði Kenny Baker, manninum sem hann var að glíma við, frá meiðslunum og sagðist Baker vita allt um það; hann hefði heyrt smellinn þegar Gunnar sneri sig.

Nokkrum mínútum síðar neyddist hann til að hætta þar sem hann áttaði sig á því að meiðslin voru slæm.

Gunnar segist ekki hafa getað sett neina þyngd á fótinn í nokkra daga. Eftir tæplega tíu daga gat hann gengið eðlilega án mikils sársauka. Í nokkrar vikur gerði hann allt sem hann gat til að jafna sig af meiðslunum svo hann gæti snúið sér aftur að hefðbundnum æfingum.

Fyrir viku síðan fékk hann þau skilaboð frá þjálfurum sínum að það myndi taka hann lengri tíma að jafna sig en hann hafði vonað og að hann gæti ekki barist í þessu ástandi.

Hann biður aðdáendur sína afsökunar og segist ætla að snúa aftur von bráðar, betri en áður. Hann þakkar aðdáendunum líka fyrir stuðninginn.

Auglýsing

læk

Instagram