Myndband: Tungumálahæfileikar Alfreðs Finnbogasonar vekja athygli

Auglýsing

Myndband af Alfreð Finnbogasyni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í vikunni. Þrátt fyrir að Alfreð sé þekktastur fyrir hæfileika sína inn á fótboltavellinum er myndbandið ekki beintengt fótboltanum. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Alfreð Finnbogason verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á HM í Rússlandi í sumar. Alfreð hefur farið víða á ferlinum sem hófst í Kópavogi með Breiðablik. Í dag spilar Alfreð fyrir Augsburg í Þýskalandi. Alfreð hefur lagt mikinn metnað í að læra tungumálið í þeim löndum sem hann hefur spilað en í dag talar hann sjö tungumál.

Sjá einnig: Hversu vel þekkir þú strákana okkar í FIFA18? Taktu Prófið

Í viðtali við Vísi.is árið 2016 segir Alfreð að það hafi alltaf verið auðvelt fyrir hann að læra tungumál og það verði auðveldara því fleiri tungumál sem hann bætir við. Alfreð talar í dag íslensku, sænsku, hollensku, spænsku, ítölsku, ensku og þýsku.

Auglýsing

„Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð við Vísi.is.

Í myndbandinu hér að neðan sem birtist á Twitter aðganginum Sons of Ice and Fire má sjá brot af tungumálahæfileikum Alfreðs.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram