Niðurstöður íbúakosningu um nýjan miðbæ á Selfossi afgerandi

Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi í íbúakosningu um nýjan miðbæ á Selfossi sem fór fram í gær. Öruggur meirihluti er fyrir nýju aðal- og deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar síðastliðinn að því er kemur fram í frétt á vef Mbl.

Kjörsókn var tæp 55 prósent en hún þurfti að vera meira en 29 prósent svo að niðurstaðan yrði bindandi fyrir bæjarstjórn. Alls kusu 3640 manns af 6631 sem voru á kjörskrá.

Sjá einnig: Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað, góðar líkur á því að niðurstaðan verði bindandi

Spurt var um tvennt á kjörseðlinum, annars vegar hvort íbúar væru hlynntir eða andvígir breytingu á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss sem bæjarstjórn samþykkti 21. febrúar og hins vegar hvort íbúar væru hlynntir eða andvígir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss sem bæjarstjórn samþykkti 21. febrúar.

2130 voru hlynntir tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti í febrúar á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. 1425 eru andvígir tillögunni og 85 kjörseðlar voru ógildir.

Nýja deiliskpulagið fær svipaða kosningu og aðalskipulagið en 2034 eru hlynntir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ selfoss sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti í febrúar eða 56 prósent taldra atkvæða. 1425 er andvígir tillögunni og 172 seðlar voru auðir eða ógildir.

Nýji miðbærinn á að vera staðsettur við hringtorgið við Ölfusárbrú en framkvæmdin hefur verið umdeild og skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa á henni. Eftir að bæjarstjórn Árborgar samþykkti nýtt aðal- og deiliskipulag hófu íbúar undirskriftasöfnun sem náði síðan að knúa fram íbúakosningu um málið.

Auglýsing

læk

Instagram