Milljón Íslendingar árið 2050?

Auglýsingaherferðir stjórnmálaflokkana hafa verið áberandi í aðdraganda kosninga þar sem flokkarnir keppast við að koma sínum stjórnmála hugmyndum á framfæri. Hvergi er maður óhultur fyrir áróðri og andlitum frambjóðenda sem lofa „jöfnuði“og „hagsæld“, en skoðanir fólks á auglýsingunum sjálfum hafa nánast fengið meiri athygli en málefnin sjálf.

 Komdu með í Dagbjarta framtíð á milljonislendingar.is!

25% skattaafsláttur með hverju barni. Heimilishjálp fyrir allar barnafjölskyldur. Niðurgreidd tæknifrjóvgun fyrir allt að 60 ára. Við viljum fagna lífi og verða milljóna þjóð meðal þjóð.  

 Svo segir í auglýsingu frá framboði sem kallar sig Dagbjört framtíð en auglýsingin hefur vakið athygli síðustu daga, enda afar óvenjuleg. Varpað eru fram rómantískar myndum af nýju lífi í móðurkviði, nýfæddum börnum og hamingjusömum barnafjölskyldum sem valhoppa inn í sólsetrið. Mesta athygli vekur þó lógó svokallaðs Frjósemis stofnunnar Ríkisins og tvær konur um sextugt sem strjúka á sér óléttukúluna. Auglýsingin endar á orðunum Komdu með í Dagbjarta framtíð á milljonislendingar.is„.

Auglýsing

læk

Instagram