Níu skemmtilegar tilvísanir í samtímann á nýju plötunni með Úlfi Úlfi

Úlfur Úlfur sendi á dögunum frá sér plötuna Tvær plánetur. Platan er mjög velheppnuð og stútfull af skemmtilegum tilvísunum í samtímann.

Sjá einnig: Bakvið tjöldin með Úlfi Úlfi

Nútíminn grúskaði örlítið í textunum á plötunni og fann níu skemmtilegar tilvísanir sem þeir félagar koma ansi skemmtilega fyrir í textunum sínum.

 

1. Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson

Tár, bros og takkaskór kom út árið 1990 og sló strax rækilega í gegn hjá unglingum landsins. Þetta kemur fyrir í laginu Tár, bros og Jordans.

2. Ég geri það sem ég vil með Skyttunum

8-skytturnar

Skytturnar voru vinsæl hipp hopp-hljómsveit frá Akureyri og þetta er vísun í smellinn Ég geri það sem ég vil. Skytturnar voru tilnefndar sem bjartasta vonin hjá Íslensku tónlistaverðlaununum árið 2003. Þetta er úr laginu Úrið mitt er stopp pt. II.

3. Sauðárkrókur

7-tindastoll

Eins og helstu tónlistarmenn þjóðarinnar, frábært körfuboltalið og besta bakarí landsins eru strákarnir í Úlfi Úlfi frá Sauðárkróki.  Þetta er úr laginu 100.000.

4. Sara í Júník

6-sara

Söru í fataversluninni Júník bregður fyrir á ansi skemmtilegan hátt í laginu 100.000. Er þar vísað í frægar útvarpsauglýsingar hennar.

5. Faktorý

5-faktory

Faktorý var tónleika- og skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur sem lokaði árið 2013. Þar er nú verið að reisa hótel. Þessi vísun er einnig í laginu 100.000.

6. Keli í Agent Fresco

4-keli

Og meira í laginu 100.000. Hér er vísað í hinn hárprúða Kela, trommara hljómsveitarinnar Agent Fresco.

7. Margrét Maack og Kastljósið

3-magga

Fjölmiðlakonan og sirkusdrottningin Margrét Erla Maack var í hópi þeirra sem fékk uppsagnarbréf á RÚV árið 2013. Þá starfaði hún í Kastljósinu. Hún hefur þó haldið áfram að starfa fyrir stofnunina sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur. Þessi vísun er í laginu 101.

8. Stórir strákar fá raflost

2-raflost

Hér er vísað í stórsmellinn Stórir strákar fá raflost með Egó. Þessi vísun er í laginu 101.

9. Bróðir minn ljónshjarta

1-brodirminnljonshjarta

Hver hefur ekki lesið söguna Bróðir minn ljónshjarta eftir Astrid Lindgren? Þessi vísun er í laginu 101.

Auglýsing

læk

Instagram