Auglýsing

Nokkrir veitingamenn með allt niðrum sig

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn fóru nýverið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn.

Svo reyndist vera i flestum tilvikum, en fjórir staðir voru þó án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn reyndust jafnframt ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið kom einnig í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá.

Í gærmorgun var enn fremur farið í eftirlit með Skattinum á veitingastað í miðborginni vegna gruns um að þar væru leyfamál ekki í lagi, auk þess sem grunur lék á þar væru starfsmenn sem kynnu að vera þolendur mansals. Þrír menn voru handteknir og lítur rannsókn lögreglu m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í málinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing