Ný plata frá Kid Cudi og Kanye West: hlustaðu á hana hér

Auglýsing

Þeir Kanye West og Kid Cudi sendu frá sér nýja plötu í nótt sem nefnist KIDS SEE GHOSTS og inniheldur sjö lög. Platan er nú aðgengileg á Spotify og Apple Music og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.

Þeir félagar héldu hlustunarpartí í Los Angeles í nótt, sem var streymt beint í gegnum WAV appið, líkt og West gerði þegar hann gaf út nýju plötuna sína, ye, fyrir viku.

Meðal tónlistarmanna sem koma fram á plötunni eru André 3000, Louis Prima og Ty Dolla Sign.

Sjá einnig: Hlustaðu á nýju plötuna hans Kanye West: Tók myndina fyrir umslagið á leiðinni í hlustunarpartíið

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir West og Cudi vinna saman. Plötuútgáfufyrirtæki West, G.O.O.D. Music, gaf út fyrstu tvær plötur Cudi, Man on the Moon I og II, og Cudi kom fyrir á plötu West 808s & Heartbreaks.

Í apríl tilkynnti West á Twitter að G.O.O.D. Music myndi gefa út fimm plötur á komandi mánuðum. Sú fyrsta, Daytona plata Pusha T, kom út í maí, önnur platan, sú nýjasta frá West sjálfum kom út fyrir viku, og KIDS SEE GHOSTS er sú þriðja í röðinni. Næstu tvo föstudaga munu síðan plötur þeirra Nas og Teyana Taylor koma út.

Hlustaðu á plötuna hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram