Ný sería af Gossip Girl væntanleg

Ný sería af þáttunum Gossip Girl er nú í undirbúningi en hún mun verða sýnd á nýrri streymisveitu WarnerMedia, HBO Max. Frá þessu er greint á vef Variety.

Þar kemur fram að nýja serían muni ekki snúast um sömu sögupersónur og voru í aðalhlutverki í upprunalegu seríunum en nýja serían mun gerast átta árum síðar. Ekki hefur verið greint frá því hvort að einhverjar persónur úr upprunalegu þáttunum muni þó snúa aftur og sjást í nýju þáttunum.

Lokasería Gossip Girl var sýnd árið 2012 en eitt helsta umfjöllunarefni nýju seríunnar verður hvernig samfélagsmiðlar hafa breyst á síðastliðnum átta árum.

 

Auglýsing

læk

Instagram