Oddný fær daglega skilaboð frá mönnum sem vilja kaupa af henni kynlíf: „Hef fengið mörg dónaleg boð frá múslimum“

Oddný Ingólfsdóttir, 24 ára áhrifavaldur úr Garðabæ, er með 176 þúsund fylgjendur á InstagramFylgjendahópur Oddnýjar er af stórum hluta erlendir karlmenn en hún fær nær dagleg skilaboð frá mönnum sem ýmist vilja kaupa af henni kynlíf eða senda henni skilaboð til þess að komast í nánari kynni við hana. Oddný segir skilaboðin ekki trufla sig.

Þegar Oddný opnaði Instagram-reikning var það ekki markmiðið að ná í mörg hundruð þúsund fylgjendur en eftir að hún fór að birta myndir af sér á nærfötum hreinlega rigndi inn fylgjendum. „Ég hef mikinn áhuga á undirfötum og er með stór brjóst. Ég byrjaði að panta mér nærföt og setja myndir af mér í þeim á Instagram og það fékk góðar viðtökur,“ segir Oddný sem reglulega fær sendan fatnað frá nærfataframleiðendum.

Hún segir fylgjendahópinn vera fjölbreyttan þó svo að karlmenn séu í miklum meirihluta. „Þetta er allskonar fólk en meginpartinn karlmenn frá Bandaríkjunum.“

Oddný fær mikil viðbrögð við þeim myndum sem hún birtir og ekki er óalgengt að yfir 10 þúsund manns líki við myndirnar. Sumir láta sér þó ekki nægja að „læka“ myndir Oddnýjar heldur fær hún tugi skilaboða á hverjum degi. Mörg hver ansi sérstök.

„Ég hef fengið mikið af ljótum skilaboðum en svo fæ ég líka fullt af undarlegum tilboðum. Svo hef ég fengið mörg dónaleg boð frá múslimum sem vilja bjóða mér til Dubai. Þessir menn halda að ég sé vændiskona,“ segir Oddný.

Hún lætur þessi undarlegu skilaboð ekki slá sig út af laginu og svarar jafnan með húmorinn að vopni. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um skilaboð sem Oddnýju hefur borist að undanförnum árum.

Afar undarleg skilaboð

„Hvað kostar nóttin?“

Þessi bauð 10.000 evrur

Auglýsing

læk

Instagram