Auglýsing

Ólafur Darri leikur á móti Jennifer Aniston og Adam Sandler í nýrri Netflix-mynd

Ólafur Darri Ólafsson mun leika á móti stórstjörnum í nýrri gamanmynd frá Netflix. Ólafur hefur verið ráðinn til að leika í myndinni Murder Mystery ásamt Adam Sandler og Jennifer Aniston. Frá þessu er greint á vef DV í dag.

Myndin segir frá lögreglumanni sem fer í frí til Evrópu ásamt kærustu sinni. Þar flækjast þau í óvenjulega morðgátu þar sem bæði liggja undir grun. Tökur á myndinni hófust í vikunni í Montreal. Ólafur staðfestir að hann sé að leika í myndinni í samtali við DV en getur ekki sagt nákvæmlega til um stærð hlutverksins.

„Ég leik í myndinni en svo er bara að bíða og sjá hvort maður verði klipptur út eða ekki,“ segir hann við DV.

Sjá einnig: Ólafur Darri veiðir hákarla með Jason Statham í Hollywood-myndinni Meg

Reikna má með því að Murder Mystery komi út á næsta ári. Ólafur Darri hefur verið að skjótast upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Við munum næst sjá hann á stóra tjaldinu í hákarlamyndinni The Meg sem sýnd verður í ágúst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing