today-is-a-good-day

Öllum drengjunum og þjálfara þeirra bjargað úr hellinum

Allir tólf drengirnir og þjálfari þeirra eru nú komnir út úr hellinum eftir 17 daga veru neðanjarðar. Þetta staðfestir tælenski herinn í Facebook-færslu en textalýsing á vefsíðu BBC greinir frá..

„12 villigeltir og þjálfari þeirra komnir út úr hellinum. Allir öryggir,“ kemur fram í Facebook-færslu tælenska hersins nú rétt í þessu. Villigeltir (wild boars) er gælunafn fóltboltaliðs drengjanna.

Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í þrjá daga eða síðan á sunnudag en drengirnir festust inni í hellinum þann 23. júní síðastliðinn eftir að mikil flóð lokuðu hellismuna sem þeir fóru inn um.

Jonathan Head, fréttaritari BBC í suðaustur Asíu, segir björgunina glæsilegt alþjóðlegt afrek, allir drengirnir og fótboltaþjálfari þeirra séu komnir heilir á húfi út úr hellinum og beðið sé eftir því að fjórir kafarar, sem voru með drengjunum inni í hellinum meðan á björgunaraðgerðunum stóð, komi út.

Eiginkona eins þjálfara fótboltaliðsins, þó ekki þess sem fastur er í hellinum, birti þetta myndband á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem má sjá áður óséðar myndir af drengjunum.

Auglýsing

læk

Instagram