Auglýsing

Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi lokað

Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi.is.

Sigurður segir ástæðuna fyrst og fremst hafa verið sú að rekstrarkostnaður hafi verið of hár. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi.

Kleinuhringir Dunkin Donuts munu þrátt fyrir þetta ekki hverfa alveg frá Íslandi en þeir verða áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing