Auglýsing

Önnur þáttaröð af Ófærð staðfest, Yrsa Sigurðardóttir bætist í handritshöfundahópinn

RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu að nýrri þáttaröð af Ófærð, sem er væntanleg haustið 2018. Þetta kemur fram á vef RÚV. Yrsa Sigurðardóttir bætist í hóp handritshöfunda.

Sjá einnig: Hvað ef Ófærð hefði verið rómantísk gamanmynd? Sjáðu sprenghlægilega stiklu

Ófærð naut gríðarlegra vinsælda á RÚV síðasta vetur. Þættirnir hafa verið sýndir víða um heim við lof gagnrýnenda en samkvæmt frétt RÚV hafa vel á annan tug milljóna horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða.

Baltasar Kormákur segir í tilkynningu að það sé mikið gleðiefni að ná samningum við RÚV um áframhaldandi samstarf og framleiðslu á annarri þáttaröð af Ófærð. „Við erum þakklát fyrir samstarfið við RÚV,“ segir hann.

Við erum afar spennt fyrir því að ná aftur saman þessum hæfileikaríka hópi til að vinna að annarri þáttaröð af Ófærð. Það má kannski segja að sagan sé rétt að byrja því við eigum eftir að kynnast söguhetjunum mun betur og fylgjast með þeim leysa fleiri margflóknar morðgátur.

Fyrsta sería Ófærðar var framleidd af Baltasar Kormáki og Magnúsi Viðari Sigurðssyni og handritshöfundar voru Sigurjón Kjartansson og Clive Bradley. Sigurjón leiðir áfram skrifin en í hópinn hafa nú bæst þær Yrsa Sigurðardóttir og Margrét Örnólfsdóttir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing