today-is-a-good-day

Pínulítil undraveröld komin á Google Street View, ótrúlegt myndband

Rúmlega milljón manns skoða hið magnaða Minatur Wunderland í Hamborg í Þýskalandi á hverju ári. Um er að ræða heimsins stærsta lestarmódel með tilheyrandi lestum, teinum og stöðvum auk flugvalla og borga.

Nú er hægt að skoða þessa undaveröld heima hjá sér en Google Maps hafa bætt Minatur Wunderland við Street View-þjónustu sína. Hægt er að skoða átta mílur af lestarteinum og elta 900 lestir. Þú ert kannski ekki mikið fyrir svona en þú verður að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.

Lestirnar ferðast um lönd á borð við Sviss, Þýskaland og Bandaríkin. Í Bandaríkjunum er hægt að skoða Las Vegas og Mt. Rushmore og smáatriðin eru hreint ótrúleg. 200.000 litlir kallar og kellingar eru á vappi og tölvu stýra allskonar bílum og meira að segja flugvélum.

Pínulitlum myndavélum var komið fyrir á smávöxnum farartækjum. Þær náðu þessum ótrúlegu myndum sem má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram