Pipp hverfur úr hillunum og verður Síríus pralín súkkulaði

Gamla góða Pipp súkkulaðið frá Nóa Síríus hefur vikið fyrir Síríus pralín súkkulaði. Pipp með piparmyntu mun því framvegis heita Síríus Pralín súkkulaði með myntu­fyll­ingu en um sama súkkulaði er að ræða. Þetta kemur fram á mbl.is.

Auðjón Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus útskýrir á mbl.is að pralín sé alþjóðlegt heiti yfir fyllt súkkulaði

Við erum að ein­falda vörumerkja­úr­val okk­ar og Pipp súkkulaðið fer núna und­ir merki Síríus, sem er aðal­vörumerkið okk­ar.

Á mbl.is kemur fram að sögu Pipps megi rekja til 1960, þó ekki sé nákvæmlega vitað hvenær súkkulaðið kom á markað. Á vefnum Tímarit.is er fyrstu heimildir um Pipp að finna í tímaritinu Frjálsri verslun frá árinu 1986. Þá var fjallað um þegar umbúðunum breytt en í kjölfarið jókst salan mikið.

Í fyrstu var aðeins hægt að fá Pip sem 40 gramma pip­ar­mynt­usúkkulaði en 100 gramma súkkulaði af sömu teg­und hét „Pip­ar­myntu­fyllt súkkulaði“. Upp úr síðustu aldamótum bættust svo við Pipp molar, 100 gramma stykki ásamt því að nýjar bragðtegundir voru kynntar til sögunnar: Banani, lakkrís og karamella.

Samkvæmt umfjöllun mbl.is eru örlög Pipps þau sömu og Nizza. „Þar vor­um við með sér­stakt vörumerki fyr­ir sama súkkulaðið. Þetta súkkulaði var til sem Síríus súkkulaði í 100 gramma plöt­um og í 20 gramma Síríus­lengj­unni, en svo hafði 46 gramma stykkið sér nafn,“ segir Auðjón á mbl.is.

Hann segir breytingarnar rugla fólk til skamms tíma en að til lengri tíma litið þá skili sér fyr­ir neyt­end­ur að straum­línu­laga vörumerk­in.

Auglýsing

læk

Instagram