Rocky Road bitar eru hið fullkomna jólanammi!

Vantar þig heimabakað nammi fyrir hátíðarnar? Þú þarft ekki að leita lengra. Nútíminn birtir hér gómsæta uppskrift af algjöru sælgæti í samstarfi við Gestgjafann.

Hráefni:

2oo gr ljóst súkkulaði

100 gr dökkt súkkulaði

200 gr Rolo

100 gr  Digestives súkkulaðikex brotið í litla bita

60 gr sykurpúðar litlir (eða stórir klipptir niður í litla bita)

65 gr salthnetur saxaðar gróft

Aðferð:

1.  Bræðið dökka og ljósa súkkulaðið saman í potti yfir vatnsbaði.

2. Allt hitt hráefnið fer saman í skál (skiljið eftir helminginn af Rolo-inu)

3. Þegar súkkulaðið er bráðið þá hellið þið því ofan í skálina með hinu hráefninu og blandið vel.

4. Hellið síðan blöndunni í form c.a. 20 x 20 cm. Gott er að smyrja formið áður eða setja bökunarpappír í það.

5. Raðið síðan afgangnum af Rolo-inu yfir þetta og setjið inn í frysti í allavega 1 klst og skerið svo í hæfilega munnbita. Þetta geymist best í lokuðu íláti inní ísskáp eða frysti. Njótið !

Auglýsing

læk

Instagram