Pólsk-íslensk listahátíð í Hamraborg

Midpunkt kynnir stolt til sögunnar pólsk-íslensku listahátíðina Ágústkvöld/pod koniec sierpnia sem listakonurnar Wiola Ujazdowska og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnaron bera höfuð og herðar af. Hátíðin tegir anga sína um alla Hamraborgina og á sér stað í Midpunkt, Gerðasafni, Catalínu, Euromarket og á götum Hamraborgarinnar.

Listamenn frá Póllandi og Íslandi taka þátt í hátíðinni og vísar nafn sýningarinnar í titil íslenska dægurlagsins Ágústkvöld og pólska dægur lagsins Spotkajmy sie pod koniec sierpnia sem þýðir: ,,Hittumst í ágústlok“.

Á meðan á hátíðinni stendur mun pólska listakonan Gabriela Kowalska stunda rannsókn sína sem ber heitið: ,,hvað get ég gert fyrir þig?“ en verkefnið er á mörkum myndlistar, félagsfræði og hönnunar sem allir íbúar Kópavogs geta tekið þátt í.

Á dagskrá verða tónleikar, gjörningar og innsetningar. Allir viðburðir verða gestum að kostnaðarlausu.

Ágústkvöld/pod koniec sierpnia; 23. ágúst til 1. september.

23. ágúst : Opnunarhátíð í Midpunkt milli 18:00-21:00. Sýning í Midpunkt opnuð; gjörningar og tónlistaratriði.

24. ágúst: Opnun á sýningu í Gerðasafni kl 12:00. Gjörningur á götum Hamraborgar 15-18. Tólistargjörningur í Midpunkt kl 19 og Tónleikar á Catalínu 21-23.

25. ágúst: Sýning í Gerðasafni opin frá 10-18. Sýning í Midpunkt opnin 13-17. Rithöfundar lesa í Mipunkt 13:30-14:30. Tólistargjörningur og Live Set í Gerðasafni 15-17:30.

30. ágúst – 1. september: Innsetning hátíðarinnar stendur opnin í Midpunkt milli 14:00 – 17:00.

Listamenn hátíðarinnar eru eftirfarandi:

Dominika Ożarowska, Drengurinn Fengurinn, Gabriela Kowalska, Hildur Ása Henrýsdóttir, Hubert Gromny, Logi Bjarnason, Milena Głowacka, Kai Dobrowolska, Kamilla Einarsdóttir, Kinga Kozłowska, Eilíf Ragnheiður, Sóley Frostadóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Wiola Ujazdowska og Zofia Tomczyk.

Auglýsing

læk

Instagram