today-is-a-good-day

„Ráðherra sem sit­ur er með fullt traust“

„Ráðherra sem sit­ur er með fullt traust til þess að gegna sínu starfi. Ráðherra sem hef­ur glatað trausti tek­ur pok­ann sinn. Ég á mjög erfitt með að skilja kröfu um að reglu­lega sé verið að biðja mig um gefa út ein­hverj­ar trausts­yf­ir­lýs­ing­ar,“ seg­ir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl.is.

Bjarni kýs að tjá sig um mál Hönnu Birnu á almennum nótum og seg­ist ekki ætla ekki að láta „draga sig inn í eitthvert ferli þar sem í hvert sinn sem ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar séu gefn­ar eða ein­hver tjái sig.“

„Ráðherra sem sit­ur er með fullt traust til þess að gegna sínu starfi,“ segir hann á Mbl.is. „Ráðherra sem hef­ur glatað trausti tek­ur pok­ann sinn. Ég á mjög erfitt með að skilja kröfu um að reglu­lega sé verið að biðja mig um gefa út ein­hverj­ar trausts­yf­ir­lýs­ing­ar. Það er allt annað álita­mál hvort ráðherra eigi að sitja í ráðherra­stól á meðan rann­sókn fer fram og það er ekki spurn­ing um traust, held­ur spurn­ing um það hvernig best sé tryggt að rann­sókn máls­ins sé haf­in yfir all­an vafa og gangi eðli­lega fram.“

Auglýsing

læk

Instagram